Sögulok

Eftir þetta gerðist ýmislegt skemmtilegt, við fórum í aðra ferð til Nairobi og einnig til Zansibar, sem var mjög sérstök upplifun.



Skildu þar með leiðir okkar Kristjáns, en hjá mér tók við að hefja nýtt líf á Íslandi, en það er önnur saga...
Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.
...hvað er bak við yztu sjónarrönd?
Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)




Af okkur er allt gott að frétta, nema hvað Kristján er alltaf hálfslappur. En það getur víst tekið svona langan tíma að jafna sig eftir hepatitis, sérstaklega ef fólk fer ekki nógu vel með sig. Olof Englund, Svíi sem er kominn hingað til að vinna í Nordic Project fékk hepatitis þegar hann var í Indónesíu fyrir 4-5 árum. Hann segist hafa verið 2 ár að jafna sig alveg, en hann hafð líka farið of geyst af stað og ekki áttað sig á því hversu slappur hann var í raun og veru.
En mér finnst einkennilegt hversu misþungt þessi sjúkdómur virðist leggjast á fólk og yfirleitt held ég eru karlmenn lengur að ná sér en konur. Fer þetta kannski eitthvað eftir því hversu sterkt ónæmiskerfi líkamans er? Fær fólk með öflugar ónæmisvarnir frekar krabbamein en aðrir? GBÚ komst yfir sína lifrarbólgu að mestu á 2-3 vikum þótt greina mætti að vísu truflanir á lifrarstarfsemi mánuði seinna. En þessar bollaleggingar koma af því að ég las smágrein í Mogga (við fáum laugardags- og sunnudagsblöðin) um rannsóknir á þessu sviði og þ.á.m. meðgöngu og hvers vegna líkami konunnar hafnar ekki fóstrinu og hugsanlegt samband milli krabbameins og ónæmisvarna líkamans.
Við erum búin að fá 2 bréf frá Eysteini og tala við hann 2svar í síma. Hann virðist mjög ánægður að vera kominn aftur heim til Íslands og ferðin hafði líka gengið mjög vel. Hann verður vonandi duglegur að læra svo afi hans og amma þurfi ekkert að skifta sér af því, þá gengur þetta örugglega allt vel. Afi hans setti líka sem skilyrði fyrir því að hann kæmi til þeirra að hann yrði duglegur að læra, svo vonandi reynir hann að standa sig.








hraða. Bíllinn er mikið skemmdur, en sem betur fer var hann kaskótryggður hjá Baltica, svo við förum vonandi ekki illa út úr þessu fjárhagslega. En ekki verður keyrt mikið í frí um páskana! Við erum nú helst að hugsa um að fljúga til Kenya og vera þar svona tæplega viku, en hér þykir sjálfsagt að nota öll frí til að skoða sig um. En nú notum við Project-bílinn til að transportera hér innanbæjar.
- Mér virðast drengirnir hinir ánægðustu í skólanum,International School Moshi, líka Eysteinn, sem er mér mikið feginsefni, því þá á þetta örugglega eftir að ganga vel (skólagangan) ef hann "finnur sig" á staðnum. Með Úlf er þetta minna spursmál, hann er ekki nema 5 mínútur að eignast nýja vini og hefur líka mjög gaman af því að læra. Ég held að hann sé alveg að verða læs, hann alla vega les og skrifar allt það sem hann ætlar sér!
blómum og knúppum, og fleiri plöntur sér maður hér í görðum sem aðeins finnast sem stofublóm heima á Íslandi.
Tabora 23. jan ´85
Tabora 3. des. 84

Kristján fór í morgun til Dodoma til að sitja þar fund. Sem stendur eru litlar líkur á að við fáum framlengingu hér í Tanzaníu, fyrir dyrum standa gagngerar breytingar á verkefninu og sennilegt að sá mannskapur sem haldið verður áfram hér verði allt Danir (þ.e. klíka), síðan verði bætt við mönnum úr öðrum atvinnugreinum sem lúta meira að jarðrækt og iðnaði. Svo sennilega komum við heim alkomin næsta sumar, nema Kristján sæki um í e-hv. öðru verkefni, sem hann ætlar að athuga möguleika á og þá helst hjá S.Þ. En svo ætlar hann líka að skrifa Hampiðjunni og Álafoss og athuga möguleika á starfi þar.
Það var dálítið skrítið að koma til Nairobi frá Tanzaníu, þar eru allar búðir troðfullar af alls kyns varningi, rétt eins og á Vesturlöndum og mikill stórborgarbragur á öllu, en í Kenya er allt annað hagkerfi við lýði en hér og einkaframtakið fær að njóta sín. Þó er Kenya þróunarland og mikil fátækt og skortur fyrirfinnst þar þó þess sjáist ekki merki í miðborg Nairobi. Og þó, þar eru víða ömurlegir betlarar og svo svikahrappar sem reyna að plata peninga út úr ríkum ferðamönnum með alls kyns raunasögum. Eins er fullt af götusölum með alls kyns "túrista"varning og þeir eru margir ákaflega ágengir og elta mann jafnvel langar leiðir. Þessir hlutir eru meira áberandi í Nairobi en í Dar es Salaam og fylgir auðvitað túrismanum.
mars, svo það er heldur betur búið að vera lengi á leiðinni. Pakkinn til strákanna kom 16. mars daginn eftir afmæli Úlfs, þeir voru auðvitað mjög kátir með gjafirnar og sælgætið og við Kristján að fá blöðin. Daginn eftir kom svo bréf frá Evu dagsett 10. febrúar svo það hefur ekki verið eins lengi á leiðinni og þitt bréf en nógu lengi samt. Þetta stafar sennilega að einhverju leyti af því að það hefur legið niðri hingað allt flug frá því í janúar, Air Tanzania neitar að lenda hér nema flugvöllurinn hér verði lagaður, svo nú sitja þeir sem hafa með málin að gera með hendur í skauti og bíða eftir kraftaverki eða maður gæti ímyndað sér það - Pósturinn kemur með lestinni.

sitt af hverju" í ALVÖRUbúðunum í Kenya. Meðal annars spólur með tónlist frá Tanzaníu, en þær fást ekki hérlendis!
Strákarnir leika sér að flugmódelum, skutlum og Legói, svo gáfum við þeim rafmagnslest í jólagjöf (úr Justesen pöntunarlistanum), áðan voru þeir í vatnssulli með garðslönguna úti á grasflötinni. Það er ekki hægt að fara í sund þessa dagana því það er verið að skifta um vatn í lauginni, það var orðið grænt af gróðri (eins og í fiskabúri að sumarlagi!).
Eysteinn er alveg hræðilega latur að læra. Það kostar ógurlega kveinstafi og kvartanir í hvert skifti sem ég reyni að mjaka honum til að skrifa eða reikna. Svo núna ætlar Kristján að skrifa The International School í Moshi og vita hvort við fáum pláss fyrir hann þar, því það gengur ekki að hann leiki sér hér alla daga í smábarnaleikjum orðinn 11 ára gamall. Ég hugsa að hann hefði bara gott af því að fara að heiman undan pilsfaldi móður sinnar, alla vega má reyna þetta. Svo trufla þeir líka fyrir hvor öðrum þegar ég er að reyna að kenna þeim. Þegar ég læt Úlf staf stillir Eysteinn sér upp hjá okkur og hnussar; Huh, veist þetta ekki; en vitlaus, ahaha...o.s.frv., sem auðvitað verkar ekki hvetjandi á Úlf!
Tabora, 30. desember
Þessi atburðarás var öll lyginni líkust: Stuttu eftir að ég skrifaði þetta síðasta bréf fann ég hnút í hægra brjóstinu, þegar ég lá í sólabaði á bakka sundlaugarinnar góðu, innan um blómaskrúðið. Hafði einmitt þá um veturinn heima á Akureyri séð mynd um hvernig ætti að skoða á sér brjóstin, sem ég mundi eftir þarna og ákvað að prófa, loksins. Mundi einnig að það var sýnt að skoða líka geirvörtuna vel og einmitt þar, rétt við hana innanverða, fann ég lítinn hnút. Var að vonum ekki kát með þetta og drifum við okkur fjölskyldan fljótlega á litla hollenska trúboðs- og heilsugæslustöð 80 km frá Tabora, sem okkur var bent á að hefði á að skipa mjög færum evrópskum læknum. Þar var ég skoðuð og sagt að ég væri svo heppin að strax í næstu viku kæmi mjög fær skoskur skurðlæknir, sem hefði tekið sér ársfrí til að vinna í Afríku, fljúgandi til þeirra með "The Flying Doctors" frá Nairobi í Kenýa, til að gera aðgerðir. Þetta gekk eftir og viku seinna lagðist ég á skurðarborð í þessu litla trúboðssjúkrahúsi og hnúturinn var fjarlægður. Læknirinn tók hann svo með sér til Nairobi til greiningar hjá öðrum Evrópubúa í ársleyfi, mjög færum meinafræðingi, sem var fullkomlega treystandi til verksins.
-?-
Tabora, 7. júlí, 1983.
Á svæðinu er ágæt sundlaug sem hægt er að fá sér sundspretti í og liggja síðan á bakkanum og sóla sig innan um blómaskrúð.
Við erum búin að fá húshjálp, hún heitir Mama Mwumwoa (ekki beint auðvelt í framburði!), þetta er kona um fertugt og mér líst mjög vel á hana. Hún er hjá Önnu 2 daga í viku og hún er mjög ánægð með hana. Síðan verður hún 4 daga hjá mér, tekur til og þrífur og þvær þvott, og svo get ég beðið hana um að elda tansanískan mat þegar ég vil, en annars ætla ég að elda matinn sjálf. En eitt fannt mér skrítið: Þegar hún var búin að þvo góða stund bauð ég henni kaffi. Hún brosti bara og hristi höfuðið, sagði eitthvað á swahili sem ég ekki skildi og benti á munninn á sér. Svo ég fór til Önnu til að kanna málið. Hún sagði mér að Mama Mwumvoa væri Múhameðstrúar og þennan mánuð mætti hún hvorki smakka vott nér þurrt fyrr en eftir sólsetur, en annars þætti henni mjög gott að fá kaffi- eða tesopa. Svo aumingjans konan vann hér þurrbrjóst og sleitulaust frá kl. 7.30 og fram yfir hádegi til 13.30.
Annars líst mér mjög vel á Tabora, mun betur en t.d. Dar. Hér er loftslagið mjög þægilegt, að vísu er þetta kaldasti tíminn, en maður finnur stórmun hvað loftið hér er þurrara en í Dar. Hér er flatlent en stór mangótré prýða umhverfið mjög (Arabar fluttu þau með sér hingað á 16. öld, en í Tabora stofnsettu þeir e.k. verslunarmiðstöð) og alls staðar er gróður þótt hér sé frekar þurrt núna og á eftir að þorna meira þangað til í október, en þá byrja rigningar, en þá rignir eins og hellt sé úr fötu ca. 2 mánuði og síðan alltaf af og til fram í mars-apríl, en á þeim tíma er allt hér iðjagrænt og gróðurinn þýtur upp.
að fá sér dýfu og leggjast síðan í sólbað á bakkann. Maturinn hér er mjög góður og starfsfólkið vingjarnlegt. Góður fiskur, alls kyns grænmeti og ferskir ávextir í eftirmat. Í gærkvöldi fengum við einn besta mat sem ég hef fengið, kjúklinga í kókósmjólkursósu, og með því suðubanana, yams, baunir, hrísgrjón og ýmislegt fleira, ég gat ekki smakkað á því öllu því ég var orðin svo pakksödd. Eftir matinn kom svo dansflokkur og sýndi þjóðlega og þjóðernislega dansa og söng, hljóðfæraflokkur spilaði undir á marimba (e.k. xylofónn eingöngu úr tré) og trommur. Þetta var mjög skemmtilegt og hrífandi. Allt saman ungt fólk brosandi út að eyrum sem dansaði og söng af hjartans list.
Ég er búin að fara einu sinni til Dar, en hótelið er 45 km utan við borgina. Þegar við komum sáum við ekki mikið því það var orðið koldimmt, en samt leist mér strax vel á það sem ég sá, þótt flugstöðin sé ekki sú flottasta í heimi. Við lentum kl. 11.30 að staðartíma (3 klst. á undan ísl. tíma) þá höfðum við millilent í Aþenu (1/2 klst.) þar sem við fórum út, og í Jeddah í Saudi-Arabíu (45 mín.) en þar mátti enginn hreyfa sig út úr vélinni, allt áfengi var læst inni og farþegum ráðið til að fela allar áfengisflöskur, annars eru þær gerðar upptækar af "hreingerningarliði" sem kemur um borð. En áfram með smjörið. Kristján tók á móti okkur á flugvellinum en síðan tók u.þ.b. klukkustund að láta skoða pappíra og fá stimpla, þeir eru ekki mjög fljótir að svoleiðis og við þurftum að standa í heilmikilli biðröð. Síðan keyrðum við hingað á Land Rover skrifli sem projectið á og hann er með í láni. Morguninn eftir fórum við í sjóinn og síðan inn til
úr tré og fílabeini. Ég keypti hatta á báða strákana í Tivoli (við fórum 2svar í Tivoli, 1 sinni í Dýragarðinn [stoppuðum í Kaupmannahöfn í 3 daga á leiðinni út]) og einn götusalann ungan strák langaði svo mikið að eignast svona hatt; en Eysteinn var með sinn á sér, og bauð í skiftum útskorinn fíl en strákarnir eru voða hrifnir af þessum fígúrum. Þið hefðuð átt að sjá andlitið á stráknum og hvernig hann hoppaði á gangstéttinni þegar við ákváðum að
ganga að þessu. Svo nú gengur hann vafalaust um voða fínn í Dar með Tivoli hatt á höfðinu!
Við erum búin að fá hús í Tabora, Kristján er búinn að skoða það og sofa þar í 3 nætur, hann segir að það sé mjög gott. Þetta er í "compound" með 8-10 öðrum húsum sem breskt project á og þarna er sundlaug fyrir öll húsin og sameiginlegir verðir, sem eru alla vega sumir búnir að vera í nokkur ár og þarna hefur aldrei verið brotist inn. Breskt fólk sem Kristján hitti og borðaði hjá og býr þarna (maðurinn er yfirm. v. projectið) er með kokk sem er að leysa þeirra kokk af í 2 mánuði, síðan getum við kannski fengið hann þegar þeirra kokkur kemur aftur og ef þessi reynist vel. Hjá þeim eldar kokkurinn morgun- og hádegismat og annast daglega hreingerningu, síðan er kona sem gengur milli húsanna og gerir hreint og þvær þvott. En nóg um það. Ég ætla að senda með rissmynd sem Kristján gerði af húsinu.