Sögulok
Eftir þetta gerðist ýmislegt skemmtilegt, við fórum í aðra ferð til Nairobi og einnig til Zansibar, sem var mjög sérstök upplifun.
Úlfur á strönd á Zansibar og götumyndir frá Zansibar.
En 6. maí 1986, eftir nokkrar hremmingar til viðbótar sem reyndust okkur hjónakornum óyfirstíganlegar, fór fjölskyldan heim; við Úlfur alfarin, en Kristján hélt út aftur og dvaldist ár í viðbót í Tanzaníu.Skildu þar með leiðir okkar Kristjáns, en hjá mér tók við að hefja nýtt líf á Íslandi, en það er önnur saga...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home