Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Sögulok



Eftir þetta gerðist ýmislegt skemmtilegt, við fórum í aðra ferð til Nairobi og einnig til Zansibar, sem var mjög sérstök upplifun.






Úlfur á strönd á Zansibar og götumyndir frá Zansibar.
En 6. maí 1986, eftir nokkrar hremmingar til viðbótar sem reyndust okkur hjónakornum óyfirstíganlegar, fór fjölskyldan heim; við Úlfur alfarin, en Kristján hélt út aftur og dvaldist ár í viðbót í Tanzaníu.



Skildu þar með leiðir okkar Kristjáns, en hjá mér tók við að hefja nýtt líf á Íslandi, en það er önnur saga...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home