Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

-?-

Halló! Elsku afi og amma. Nú er ég kominn til Tabora. ég flaug hingað með Tansaníska flugfélaginu, Air Tansania. Vélarnar eru bláar með gíraffa á stélinu. Pabbi og mamma eru búin að senda bréf með öllum upplýsingum um ýmislegt en ekki þetta: Hér í landi er engin bílaskoðun eða ljósaskoðun. Löggunni er sama þó að maður keyri á ljóslausum og bremsulausum bíl. Hér eru sama og engar umferðarreglur.
Við Úlli leikum okkur við 2 danska stráka sem heita Tómas og Kasper. Þeir eiga kofa uppi í tré sem pabbi þeirra smíðaði. mamma þakkar fyrir myndina og bréfið sem kom 4. ágúst.
Pabbi, mamma og Úlli biðja að heilsa.

Bless, bless
ykkar Eysteinn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home