Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Tabora 23. jan ´85
Halló. Þakka ykkur fyrir bílinn þyrluna og það allt. Við pöntuðum allt mögulegt úr Justa, ísduft, gervirjóma jarðarber sodastream og stórt Alwa tvöfalt kassettutæki.
Um daginn tæmdum við laugina með handafli, við hentum fötum oní og drógum þæær upp, skrúbbuðum hana og bættum, fylltum hana aftur og létum efni, aluminium sulfat í með þeim afleiðingum að allur skíturinn botnféll þá ryksuguðum við hana og nú er hún blá og fín. nýja heimilisfangið er box 664 Moshi.
Bless, Bless, Eysteinn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home