Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Hremmingar

Dvölin á Íslandi þetta sumar reyndist verða þó nokkuð öðru vísi en við var búist. Því á ferðalaginu um páskana til Kenya hafði okku öllum nema Úlfi tekist að krækja okkur í lifrarbólgu, hepatitis af A-týpu, sem smitast um munn, sem sé sannkölluð skítapest! Ég veit ekki hvar þetta gerðist, en hef grunsemdir um te sem við drukkum á leið okkar frá Dodoma til Tabora.
Nú en, ég veiktist fyrst og vægilega, meðan við vorum ennþá í Tabora. Lá í viku með kviðverki og varð svona smart gulleit, hægðir hvítar og pissið eins og koníak á litinn, en varð ekkert svakalega veik og tók þetta út svona eins og hvert annað ungabarn. En það er ástæðan fyrir að Tansanir sjálfir veikjast ekki svo mjög af þessu, að þeir fá þetta yfirleitt sem smábörn og þá veikjast þeir ekki svo mikið, lifrarbólga leggst þyngra á fullorðið fólk.
En eftir að við komum svo heim í júní þá veiktist Kristján og fór á spítala í Reykjavík, lá á Landspítalanum hundveikur og gulur. Og svo Eysteinn þegar við vorum komin norður á Húsavík og fór aumingjans strákurinn frekar illa út úr þessum veikindum, líkamlega varð hann mjög slappur en mest andlega, því hann fékk upp úr þessu frekar mikið antipat á Afríku og öllu þar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home