Um kaupfélagsstofnun, ferðalög og fleira
Tabora 30. janúar
Elsku mamma og pabbi.
Af okkur er allt gott að frétta. Hér er ennþá regntími en honum fer nú sennilega að ljúka það rignir sjaldnar og minna núna.
Allir eru hér við góða heilsu. Ég og strákarnir erum mest heima við, en Kristján þarf alltaf öðru hvoru að fara í ferðalög út í þorpin til skrafs og ráðagerða. Mér skilst á honum að starfið hér í Tabora-region gangi tiltölulega vel, það er komið að því að stofna kaupfélagið formlega, undirbúningsvinnu að mestu lokið og yfirvöld í Dodoma búin að lýsa blessun sinni yfir félagsstofnun. Kristján er mjög ánægður með það, því í sumum héruðum hefur félagsstofnun verið frestað til næsta árs. Ég held að Kristján sé búinn að vinna mjög ötullega að undirbúningnum auk þess sem hér hefur kannski verið meira fyrir hendi en sums staðar annarsstaðar.
Kristján er á "safari" núna, fór í gær og gisti í nótt í þorpi sem heitir Nzega og kemur svo aftur í kvöld. Hann var að tala um að ég og strákarnir kæmum með honum í ferð í eitthvert þorpið þegar tóbaksuppskeran hefst, svo við fengjum að sjá líf í tansanísku sveitaþorpi, en það höfum við ekki séð enn.
Við fórum á sunnudaginn var til staðar rétt hjá Nzega, þar sem er sænskur trúboðsskóli. Erindið var aðallega (fyrir utan sunnudagsbíltúr) að ræða skólamál Eysteins. Skólastjórinn þar ráðlagði okkur að sækja um skólavist fyrir hann í grískum skóla í Arusha, sem hann sgaði mjög góðan. Hann var upphaflega fyrir grikki, sem mikið var af hér áður fyrr, en nú er hann orðinn alþjóðlegur og er kennt á ensku. Skólastjórinn ætlar að ver okkur innan handar með umsókn, en hann þekkir skólastjórann þarna og eins getum við hitt hann og skoðað skólann þegar við förum til Nairobi en þá stoppum við hvort eð er í Arusha svo þetta er alveg "í leiðinni".
Ég fékk bréf frá Kjartani um daginn þar sem hann segir allt í lagi að fresta beinaskanninu og fá það þá í sumar ef við komum heim í frí. Við förum þá til Nairobi í lok febrúar/byrjun mars, og þá höfum við hugsað okkur að fara líka til Mombasa í nokkra daga og stunda sjó- og sólböð. Eins ætlum við að keyra gegnum Serengeti þjóðgarðinn, sennilega á bakaleið, því það kom í ljós verksmiðjugalli í bílnum, "differentialinn" í öðru hjólinu er eitthvað beyglaður og skröltir alltaf í honum. Kristján ætlar að fá nýtt stykki sent til Nairobi frá Japan og láta laga þetta þar og þá er bíllinn í fínu lagi. Annars hefur hann reynst mjög vel, mjög þægilegur að sitja í honum á vegum hér og mér gengur mjög vel að keyra hann. Hann er lipur eins og fólksbíll þótt maður sé hár í sætinu eins og í jeppa svo er hann með hægri ahndar stýri sem mér finnst mjög þægilegt. Við erums trax farin að hlakka til að fara í þetta frí, fyrir utan það að við ætlum nú að "kaupa svona sitt af hverju" í ALVÖRUbúðunum í Kenya. Meðal annars spólur með tónlist frá Tanzaníu, en þær fást ekki hérlendis!
Nú streyma tómatarnir úr "shambanum", við fengum líka banana um daginn, svo er grillaður maís með smjöri alltaf góður!
Ég slæ þá botni í þetta að sinni. Vona að ykkur líði vel og við biðjum öll að heilsa vinum og vandamönnum. Verið þið blessuð og sæl.
Elsku mamma og pabbi.
Af okkur er allt gott að frétta. Hér er ennþá regntími en honum fer nú sennilega að ljúka það rignir sjaldnar og minna núna.
Allir eru hér við góða heilsu. Ég og strákarnir erum mest heima við, en Kristján þarf alltaf öðru hvoru að fara í ferðalög út í þorpin til skrafs og ráðagerða. Mér skilst á honum að starfið hér í Tabora-region gangi tiltölulega vel, það er komið að því að stofna kaupfélagið formlega, undirbúningsvinnu að mestu lokið og yfirvöld í Dodoma búin að lýsa blessun sinni yfir félagsstofnun. Kristján er mjög ánægður með það, því í sumum héruðum hefur félagsstofnun verið frestað til næsta árs. Ég held að Kristján sé búinn að vinna mjög ötullega að undirbúningnum auk þess sem hér hefur kannski verið meira fyrir hendi en sums staðar annarsstaðar.
Kristján er á "safari" núna, fór í gær og gisti í nótt í þorpi sem heitir Nzega og kemur svo aftur í kvöld. Hann var að tala um að ég og strákarnir kæmum með honum í ferð í eitthvert þorpið þegar tóbaksuppskeran hefst, svo við fengjum að sjá líf í tansanísku sveitaþorpi, en það höfum við ekki séð enn.
Við fórum á sunnudaginn var til staðar rétt hjá Nzega, þar sem er sænskur trúboðsskóli. Erindið var aðallega (fyrir utan sunnudagsbíltúr) að ræða skólamál Eysteins. Skólastjórinn þar ráðlagði okkur að sækja um skólavist fyrir hann í grískum skóla í Arusha, sem hann sgaði mjög góðan. Hann var upphaflega fyrir grikki, sem mikið var af hér áður fyrr, en nú er hann orðinn alþjóðlegur og er kennt á ensku. Skólastjórinn ætlar að ver okkur innan handar með umsókn, en hann þekkir skólastjórann þarna og eins getum við hitt hann og skoðað skólann þegar við förum til Nairobi en þá stoppum við hvort eð er í Arusha svo þetta er alveg "í leiðinni".
Ég fékk bréf frá Kjartani um daginn þar sem hann segir allt í lagi að fresta beinaskanninu og fá það þá í sumar ef við komum heim í frí. Við förum þá til Nairobi í lok febrúar/byrjun mars, og þá höfum við hugsað okkur að fara líka til Mombasa í nokkra daga og stunda sjó- og sólböð. Eins ætlum við að keyra gegnum Serengeti þjóðgarðinn, sennilega á bakaleið, því það kom í ljós verksmiðjugalli í bílnum, "differentialinn" í öðru hjólinu er eitthvað beyglaður og skröltir alltaf í honum. Kristján ætlar að fá nýtt stykki sent til Nairobi frá Japan og láta laga þetta þar og þá er bíllinn í fínu lagi. Annars hefur hann reynst mjög vel, mjög þægilegur að sitja í honum á vegum hér og mér gengur mjög vel að keyra hann. Hann er lipur eins og fólksbíll þótt maður sé hár í sætinu eins og í jeppa svo er hann með hægri ahndar stýri sem mér finnst mjög þægilegt. Við erums trax farin að hlakka til að fara í þetta frí, fyrir utan það að við ætlum nú að "kaupa svona sitt af hverju" í ALVÖRUbúðunum í Kenya. Meðal annars spólur með tónlist frá Tanzaníu, en þær fást ekki hérlendis!
Nú streyma tómatarnir úr "shambanum", við fengum líka banana um daginn, svo er grillaður maís með smjöri alltaf góður!
Ég slæ þá botni í þetta að sinni. Vona að ykkur líði vel og við biðjum öll að heilsa vinum og vandamönnum. Verið þið blessuð og sæl.
Ykkar dóttir
Greta
Greta
0 Comments:
Post a Comment
<< Home