Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Sundlaugarþvottur og flutningur í bígerð


Tabora 17. jan. "85
Elsku mamma og pabbi.

Það var gaman að heyra aðeins í ykkur í símann yfir hátíðarnar.
Nú fer að skýrast með fluting til Moshi. Við erum trúlega búin að fá hús þar frá 1. feb. en það er eftir að samþykkja það hjá yfirmönnum í Dar og Dodoma. En Kristján fór í dag keyrandi til Dar á fund og ræðir þá þetta mál í leiðinni. Svo ég er að hugsa um að byrja að fara að pakka því hér er lítið um að vera þessa dagana og hálfleiðinlegt. Þó er strax munur að laugin komst aftur í gang í dag búið að þvo hana og hreinsa en síðan í nóvember (eða fyrr) hefur vantað klór og hreinsiefni til að halda henni í lagi svo hún var orðin algjör drullupollur. Svo við Úlfur erum búin að fara í sund í dag, ásamt Lenu litlu, sem er dönsk stelpa sem býr hér.
Það verður gaman að fá ykkur í heimsókn þegar við verðum flutt. Það er mjög fallegt í Moshi, mun meira "landslag" en hér í Tabora þar sem allt er flatt en í Moshi sést Kilimanajaro alls staðar að. Þaðan er líka stutt að fara í hina ýmsu þjóðgarða til að sjá dýralíf. Eins erum við mjög fegin að strákarnir komast loks aftur í "alvöruskóla" þótt þeir séu furðu duglegir að læra hér heima greyin.
Ég ætla þá ekki að hafa þetta mikið lengra, ég er ekki í miklu skriftarstuði núna en langaði samt að senda frá mér lífsmark og lofa ykkur að vita hvað er helst að gerast.
Bestu kveðjur til allra heima og vona að öllum líði vel ungum sem öldnum.
Bless. Ykkar dóttir
Greta

0 Comments:

Post a Comment

<< Home