Komin til Tabora
Tabora, 7. júlí, 1983.
Elsku mamma og pabbi.
Þá erum við komin alla leið til Tabora. Við fengum loks flug hingað 30. júlí.
Hér er dýrðlegt að vera. Húsið er mjög gott, miklu betra en maður þorði að vona og nágrannarnir allir mjög vingjarnlegir og hjálpsamir, sem kom sér vel fyrstu dagana, meðan við höfðum ekki neitt til neins, lánuðu okkur teppi, potta, diska og matvæli. Svo höfum við verið að viða að okkur hinu og þessu inni í bæ, en hér er hægt að fá ýmislegt, þó "kvalitetið" sé kannski ekki stórkostlegt.En húsið stendur hér á afgirtu svæði með öðrum húsum sem Bretar eiga, og aðallega búa hér Bretar sem vinna við project sem heitir "Landuse" og miðar að aukinni og bættri ræktun. Hér eru verðir á vakt allan sólarhringinn og hliðinu er lokað við sólsetur og til morguns, svo hér eiga engir bófar að geta komist inn, enda hefur víst aldrei verið brotist hér inn. Á svæðinu er ágæt sundlaug sem hægt er að fá sér sundspretti í og liggja síðan á bakkanum og sóla sig innan um blómaskrúð.
Í næsta húsi við okkur búa ung ensk hjón sem heita Anna og Nick Hudson. Daginn eftir að við komum fór Anna með mér inn í bæ og sýndi mér markaðinn og hvernig maður ber sig til við að versla á honum. Einnig sýndi hún mér aðra helstu staði í bænum, s.s. "polisi", pósthúsið, litlu indverjabúðirnar þar sem aðallega er hægt að fá vefnaðarvörur, föt, hreinlætisvörur, djús o.fl. Svo sýndi hún mér bókasafnið en ég er ekki farin að koma þar inn ennþá, og BÓKABÚÐINA, en hér er mjög góð bókabúð á tansanískan mælikvarða. Það er englendingur sem heitir Norman sem á hana og kynnti Anna mig fyrir honum, en hann er búinn að búa í Tanzaníu í 30 ár. En þessi bókabúð er "stunduð" af Evrópubúum hér, en þarna er oft hægt að fá mjög góðar bækur, og einnig fallega minjagripi.
Við höfum einnig kynnst hér mjög indælum dönskum hjónum sem heita Pia og Flemming Andersen, en þau búa í húsi hér skammt frá "compoundinu". Þau eiga tvo stráka, Thomas og Kasper, sem eru á aldur við Úlf, og litla stelpu, Charlotte, sem er 14 mánaða. Þetta er alveg sérstaklega elskulegt fólk. Flemming tók á móti okkur á flugvellinum þegar við komum og fór með okku beint heim í hádegismat til sín. Síðan hafa þau keppst við að bjóða okkur aðstoð og hafa lánað okkur fullt af alls kyns matvælum. En síðan getum við pðantað alls kyns matvæli og vörur í gegnum danskan verðlista, svo mann á ekki að þurfa að vanta neitt hér, nema þá einhverja smáhluti, en ég ætla að telja upp hér á eftir ýmislegt sem setja mætti í pakkann sem mamma var að tala um að senda.
Við erum búin að fá húshjálp, hún heitir Mama Mwumwoa (ekki beint auðvelt í framburði!), þetta er kona um fertugt og mér líst mjög vel á hana. Hún er hjá Önnu 2 daga í viku og hún er mjög ánægð með hana. Síðan verður hún 4 daga hjá mér, tekur til og þrífur og þvær þvott, og svo get ég beðið hana um að elda tansanískan mat þegar ég vil, en annars ætla ég að elda matinn sjálf. En eitt fannt mér skrítið: Þegar hún var búin að þvo góða stund bauð ég henni kaffi. Hún brosti bara og hristi höfuðið, sagði eitthvað á swahili sem ég ekki skildi og benti á munninn á sér. Svo ég fór til Önnu til að kanna málið. Hún sagði mér að Mama Mwumvoa væri Múhameðstrúar og þennan mánuð mætti hún hvorki smakka vott nér þurrt fyrr en eftir sólsetur, en annars þætti henni mjög gott að fá kaffi- eða tesopa. Svo aumingjans konan vann hér þurrbrjóst og sleitulaust frá kl. 7.30 og fram yfir hádegi til 13.30.
Annars er algjörlega nauðsynlegt að læra swahili hér til þess að geta talað við fólkið hérna, því venjulegt fólk kann mjög lítið í ensku, það eru helst unglingar og svo fólk sem er meira menntað sem kann ensku. En þeir sem vinna hjá Danida eiga rétt á 3.000 D.kr. til að borga Swahilikennara, svo við reynum fljótlega að finna okkur einhvern.Annars líst mér mjög vel á Tabora, mun betur en t.d. Dar. Hér er loftslagið mjög þægilegt, að vísu er þetta kaldasti tíminn, en maður finnur stórmun hvað loftið hér er þurrara en í Dar. Hér er flatlent en stór mangótré prýða umhverfið mjög (Arabar fluttu þau með sér hingað á 16. öld, en í Tabora stofnsettu þeir e.k. verslunarmiðstöð) og alls staðar er gróður þótt hér sé frekar þurrt núna og á eftir að þorna meira þangað til í október, en þá byrja rigningar, en þá rignir eins og hellt sé úr fötu ca. 2 mánuði og síðan alltaf af og til fram í mars-apríl, en á þeim tíma er allt hér iðjagrænt og gróðurinn þýtur upp.
Eitt af því sem ég er fegin að við fáum hér er mjólk og smjör og m.a.s. ostur. Við kaupum 3 flöskur (mælt í djúsflöskum) á dag frá bónda hér í nágrenninu síðan þurfum við að gerilsneiða hana þ.e. hita upp undir suðu. Þetta er góð mjólk, a.m.k. ennþá, en þegar þornar meir er dálítil hætta á að karlinn fari að blanda vatni í til að halda sér í 3 flöskum, en við erum heppin, því sumir setja alltaf vatn saman við, t.d. bóndinn sem Flemming og Pia versluðu við áður, en þau föttuðu það ekki fyrr en þau fóru að versla við þennan.
Jæja, ég ætla þá að slá botn i þetta að sinni. Bestu kveðjur til allra heima á Íslandi og vonum að þið hafið það gott.
Elsku mamma og pabbi.
Þá erum við komin alla leið til Tabora. Við fengum loks flug hingað 30. júlí.
Hér er dýrðlegt að vera. Húsið er mjög gott, miklu betra en maður þorði að vona og nágrannarnir allir mjög vingjarnlegir og hjálpsamir, sem kom sér vel fyrstu dagana, meðan við höfðum ekki neitt til neins, lánuðu okkur teppi, potta, diska og matvæli. Svo höfum við verið að viða að okkur hinu og þessu inni í bæ, en hér er hægt að fá ýmislegt, þó "kvalitetið" sé kannski ekki stórkostlegt.En húsið stendur hér á afgirtu svæði með öðrum húsum sem Bretar eiga, og aðallega búa hér Bretar sem vinna við project sem heitir "Landuse" og miðar að aukinni og bættri ræktun. Hér eru verðir á vakt allan sólarhringinn og hliðinu er lokað við sólsetur og til morguns, svo hér eiga engir bófar að geta komist inn, enda hefur víst aldrei verið brotist hér inn. Á svæðinu er ágæt sundlaug sem hægt er að fá sér sundspretti í og liggja síðan á bakkanum og sóla sig innan um blómaskrúð.
Í næsta húsi við okkur búa ung ensk hjón sem heita Anna og Nick Hudson. Daginn eftir að við komum fór Anna með mér inn í bæ og sýndi mér markaðinn og hvernig maður ber sig til við að versla á honum. Einnig sýndi hún mér aðra helstu staði í bænum, s.s. "polisi", pósthúsið, litlu indverjabúðirnar þar sem aðallega er hægt að fá vefnaðarvörur, föt, hreinlætisvörur, djús o.fl. Svo sýndi hún mér bókasafnið en ég er ekki farin að koma þar inn ennþá, og BÓKABÚÐINA, en hér er mjög góð bókabúð á tansanískan mælikvarða. Það er englendingur sem heitir Norman sem á hana og kynnti Anna mig fyrir honum, en hann er búinn að búa í Tanzaníu í 30 ár. En þessi bókabúð er "stunduð" af Evrópubúum hér, en þarna er oft hægt að fá mjög góðar bækur, og einnig fallega minjagripi.
Við höfum einnig kynnst hér mjög indælum dönskum hjónum sem heita Pia og Flemming Andersen, en þau búa í húsi hér skammt frá "compoundinu". Þau eiga tvo stráka, Thomas og Kasper, sem eru á aldur við Úlf, og litla stelpu, Charlotte, sem er 14 mánaða. Þetta er alveg sérstaklega elskulegt fólk. Flemming tók á móti okkur á flugvellinum þegar við komum og fór með okku beint heim í hádegismat til sín. Síðan hafa þau keppst við að bjóða okkur aðstoð og hafa lánað okkur fullt af alls kyns matvælum. En síðan getum við pðantað alls kyns matvæli og vörur í gegnum danskan verðlista, svo mann á ekki að þurfa að vanta neitt hér, nema þá einhverja smáhluti, en ég ætla að telja upp hér á eftir ýmislegt sem setja mætti í pakkann sem mamma var að tala um að senda.
Við erum búin að fá húshjálp, hún heitir Mama Mwumwoa (ekki beint auðvelt í framburði!), þetta er kona um fertugt og mér líst mjög vel á hana. Hún er hjá Önnu 2 daga í viku og hún er mjög ánægð með hana. Síðan verður hún 4 daga hjá mér, tekur til og þrífur og þvær þvott, og svo get ég beðið hana um að elda tansanískan mat þegar ég vil, en annars ætla ég að elda matinn sjálf. En eitt fannt mér skrítið: Þegar hún var búin að þvo góða stund bauð ég henni kaffi. Hún brosti bara og hristi höfuðið, sagði eitthvað á swahili sem ég ekki skildi og benti á munninn á sér. Svo ég fór til Önnu til að kanna málið. Hún sagði mér að Mama Mwumvoa væri Múhameðstrúar og þennan mánuð mætti hún hvorki smakka vott nér þurrt fyrr en eftir sólsetur, en annars þætti henni mjög gott að fá kaffi- eða tesopa. Svo aumingjans konan vann hér þurrbrjóst og sleitulaust frá kl. 7.30 og fram yfir hádegi til 13.30.
Annars er algjörlega nauðsynlegt að læra swahili hér til þess að geta talað við fólkið hérna, því venjulegt fólk kann mjög lítið í ensku, það eru helst unglingar og svo fólk sem er meira menntað sem kann ensku. En þeir sem vinna hjá Danida eiga rétt á 3.000 D.kr. til að borga Swahilikennara, svo við reynum fljótlega að finna okkur einhvern.Annars líst mér mjög vel á Tabora, mun betur en t.d. Dar. Hér er loftslagið mjög þægilegt, að vísu er þetta kaldasti tíminn, en maður finnur stórmun hvað loftið hér er þurrara en í Dar. Hér er flatlent en stór mangótré prýða umhverfið mjög (Arabar fluttu þau með sér hingað á 16. öld, en í Tabora stofnsettu þeir e.k. verslunarmiðstöð) og alls staðar er gróður þótt hér sé frekar þurrt núna og á eftir að þorna meira þangað til í október, en þá byrja rigningar, en þá rignir eins og hellt sé úr fötu ca. 2 mánuði og síðan alltaf af og til fram í mars-apríl, en á þeim tíma er allt hér iðjagrænt og gróðurinn þýtur upp.
Eitt af því sem ég er fegin að við fáum hér er mjólk og smjör og m.a.s. ostur. Við kaupum 3 flöskur (mælt í djúsflöskum) á dag frá bónda hér í nágrenninu síðan þurfum við að gerilsneiða hana þ.e. hita upp undir suðu. Þetta er góð mjólk, a.m.k. ennþá, en þegar þornar meir er dálítil hætta á að karlinn fari að blanda vatni í til að halda sér í 3 flöskum, en við erum heppin, því sumir setja alltaf vatn saman við, t.d. bóndinn sem Flemming og Pia versluðu við áður, en þau föttuðu það ekki fyrr en þau fóru að versla við þennan.
Jæja, ég ætla þá að slá botn i þetta að sinni. Bestu kveðjur til allra heima á Íslandi og vonum að þið hafið það gott.
Ykkar dóttir Greta
0 Comments:
Post a Comment
<< Home