Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Rólegheit í Tabora


Tabora 27. nóv.

Elsku mamma og pabbi.

Ástarþakkir fyrir þitt langa og fróðlega bréf pápi minn. Af okkur er allt gott að frétta. Nú hefur verið ákveðið að við flytjum til Moshi, en við vitum ekki ennþá hvort það verða 1 eða 2 ár. En þegar við verðum flutt þangað verður upplagt fyrir ykkur að heimsækja okkur þangað. Þar er góður skóli fyrir strákana svo þetta verður á allan hátt betra. Við förum væntanlega til Moshi í 2 vikur í desember (það er einhver planlegging ssem þeir vilja að Kristján taki þátt í) en við flytjum ekki fyrr en í janúar eða þegar tekst að útvega hús fyrir okkur. Síðan langar okkur að fara eitthvað í frí frá Moshi en við höfum ekki ákveðið hvert, þ.e. eftir þessar 2 vikur.
Annars gengur allt vel hér. Kristján er nýbúinn að vera á næstum mánaðar ferðalagi til Dar es S., Tanga og Dodoma, hann var að gera könnun fyrir Danida, hann var hálf þreyttur og slæptur eftir allt þetta. Við buðum samt dönskum hjónum með 1 stelpu sem bjuggu á Tabora Hotel að búa hjá okkur nokkra daga, því það Hótel er sérlega óyndislegur staður. Þau voru hér í 4 daga en þá fengu þau hús hér í compoundinu. Hann er bæjarverkfræðingur hér í Tabora, en hún er socionom að mennt, en verður "bara" húsmóðir hér; mjög ágætt fólk.
Ætli ég hafi þetta þá lengra að sinni.
Bestu kveðjur til allra heima
Bless. Ykkar dóttir
Greta

0 Comments:

Post a Comment

<< Home