Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)

Tabora 3. des. 84
Halló. mamma hefur byrjað jólabaksturinn. Kisubörnunum Felixinu og systrum hennar líður vel, þær eru farnar að komast uppúr kassanum og eingin, ekki einu sinni mamma þeira getur fengið þær til að vera þar. inní bæ hefur opnað sjoppa þar sem fæst ís, djús, poppcorn, Brauð, kjúklingar og franskar.
Bless, Bless Eysteinn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home