Meiri hremmingar
Í mars 1985 var heilsufar Kristjáns orðið svo ískyggilegt að hann var sendur til Kaupmannahafnar á sjúkrahús, þar sem hann undirgekkst alls kyns rannsóknir. Á meðan var ég ein með strákan í litla húsinu við Arusha road í Moshi (með félagsskap askaríanna og einhverra fleiri Tansana, sem leist ekki vel á að útlend kona kúldraðist þarna ein með veikan mann í Evrópu og reyndu að vera vingjarnlegir, en lítið fór fyrir hugulsemi dansks projectsfólks í bænum) og fór minna ferða á Project-bílnum, því bíllinn okkar stóð klesstur og óökufær inni í bílskúr; gekk hægt að fá gert við hann. Þegar engar niðurstöður voru komnar úr rannsóknunum eftir mánuð treysti ég mér ekki lengur að vera þarna ein með drengina í hálfgerðu reiðileysi og flaug til Kristjáns í Kaupmannahöfn. Hann var útskrifður af sjúkrahúsi þar án greiningar og þaðan fórum við svo til Reykjavíkur, þar sem Kristján lagðist aftur á sjúkrahús, nú á Landspítalann. Þar kom loksins í ljós, af öllum stöðum, þó svo hann væri búinn að liggja á deild úti fyrir "tropical diseases" í Köben, að hann var búinn að ganga lengi með amöbur innvortis, sem samnýttu með honum alla fæðu sem hann lét ofan í sig og tóku hana reyndar einfaldlega frá honum. Þannig að loksins kom upp úr dúrnum að það sem var að hrjá hann var einfaldlega vannæring, fyrirbæri sem er viðloðandi í Afríkulöndum, þar sem sníkjulíf örvera í innyflum manna er mjög algengt. En undarlegt að þetta skyldi ekki hafa uppgötvast fyrr eða einhver gáfumaður úr læknastétt hafa látið sér detta þetta í hug, í stað þess að leita að einhverjum flóknari sjúkdómum.
Eftir að þetta greindist og tókst að útrýma amböbuskröttunum innvortist fór karlinn að braggast og taka framförum, þannig að í júlí var hann orðinn nokkru brattari og til í að taka til við slaginn í suðrinu. Og halda áfram að kneyfa sinn bjór...
En því miður höfðu þessi vandræði öll tekið sinn toll og reynt talsvert á hjónabandið, sem skal viðurkennt að hafði oft áður staðið á brauðfótum, jafnvel og sérstaklega árin fyrir Afríkuför. Svo nú leið að lokum Afríkudvalar minnar...
Því við þetta bættist líka að Eysteinn dvaldi ekki með okkur þennan síðasta vetur úti. Alltaf síðan hann fékk lifrarbólguna hafði honum ekki liðið nógu vel í Tanzaníu og virtist ekki finna sig þar nógu vel. Við ætluðum samt að hafa hann með okkur út aftur þarna um mitt sumar, en þá kom upp úr dúrnum að hann hafði hugsað sér að verða eftir heima. En það var orðið of seint að ráðgera slíkt í forstofunni hjá afa hans og ömmu á Húsavík þar sem hann fékk algjört kast, grét og spyrnti fótum í dyrastafi þegar halda átti út á flugvöll. En þar sem hann hafði ekki stunið neinu upp um þetta fyrr varð það úr að hann var píndur til að koma út með okkur. Þegar út var komið fór hann í verkfall, hætti bæði að borða og leika sér, fór í algjört þunglyndi og sat í sófa inni í stofu í langerma og síðskálma bláum velúr jogging galla sem hann átti og starði í gaupnir sér. Á endanum sáum við þann kost vænstan að senda hann heim til Íslands aftur, þar sem hann fékk að vera hjá afa sínum og ömmu yfir veturinn.
Eftir að þetta greindist og tókst að útrýma amböbuskröttunum innvortist fór karlinn að braggast og taka framförum, þannig að í júlí var hann orðinn nokkru brattari og til í að taka til við slaginn í suðrinu. Og halda áfram að kneyfa sinn bjór...
En því miður höfðu þessi vandræði öll tekið sinn toll og reynt talsvert á hjónabandið, sem skal viðurkennt að hafði oft áður staðið á brauðfótum, jafnvel og sérstaklega árin fyrir Afríkuför. Svo nú leið að lokum Afríkudvalar minnar...
Því við þetta bættist líka að Eysteinn dvaldi ekki með okkur þennan síðasta vetur úti. Alltaf síðan hann fékk lifrarbólguna hafði honum ekki liðið nógu vel í Tanzaníu og virtist ekki finna sig þar nógu vel. Við ætluðum samt að hafa hann með okkur út aftur þarna um mitt sumar, en þá kom upp úr dúrnum að hann hafði hugsað sér að verða eftir heima. En það var orðið of seint að ráðgera slíkt í forstofunni hjá afa hans og ömmu á Húsavík þar sem hann fékk algjört kast, grét og spyrnti fótum í dyrastafi þegar halda átti út á flugvöll. En þar sem hann hafði ekki stunið neinu upp um þetta fyrr varð það úr að hann var píndur til að koma út með okkur. Þegar út var komið fór hann í verkfall, hætti bæði að borða og leika sér, fór í algjört þunglyndi og sat í sófa inni í stofu í langerma og síðskálma bláum velúr jogging galla sem hann átti og starði í gaupnir sér. Á endanum sáum við þann kost vænstan að senda hann heim til Íslands aftur, þar sem hann fékk að vera hjá afa sínum og ömmu yfir veturinn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home