Daglegt líf
Tabora, 6. jan. "84
Elsku mamma og pabbi.
Ég ætla að byrja á því að þakka ykkur fyrir jólakortið, bókina og jólagjafirnar til strákanna, en nú er þetta allt komið, pakkinn frá Sviss kom seinast, bókin fyrst, í öfugri tímaröð við það sem þetta hefur verið sent. Pakkinn var tollskoðaður hér í Tabora að Kristjáni aðsjáandi. Það var ágætt, þá veit maður alla vega að engu hefur verið stolið úr honum.
Skutlurnar og módelin gerðu mikla lukku, Eysteinn er búinn að vera upptekinn við að líma módelin saman síðan pakkinn kom og kristján er búinn að búa til nokkrar skutlur fyrir Úlf. Þær fljúga stórkostlega vel.
Af okkur er allt gott að frétta, allt gengur sinn vanagang. Kristján er í dagsferðalagi til Nzega og Urambo, hann kemur aftur í kvöld, þá kveikjum við á nokkrum stjörnuljósum, fyrst þau voru ekki komin fyrir gamlárskvöld.
Strákarnir leika sér að flugmódelum, skutlum og Legói, svo gáfum við þeim rafmagnslest í jólagjöf (úr Justesen pöntunarlistanum), áðan voru þeir í vatnssulli með garðslönguna úti á grasflötinni. Það er ekki hægt að fara í sund þessa dagana því það er verið að skifta um vatn í lauginni, það var orðið grænt af gróðri (eins og í fiskabúri að sumarlagi!).
Ég var áðan að súrsa græna tómata úr garðinum, svo á ég líka fullt af baunbelgjum úr garðinum inni í frysti. Í gær bakaði ég rúgbrauð og heilhveitibrauð, svo það er ýmislegt fyrir mig að gera eins og þið sjáið þótt maður sé með vinnufólk. Við erm búin að segja Mama Pili upp og gott að vera laus við hana, hún kunni ekkert að vinna auk þess sem hún var sísníkjandi. En við ætlum að reyna að fá aðra betri í staðinn, nóg er framboðið af vinnuafli.
Eysteinn er alveg hræðilega latur að læra. Það kostar ógurlega kveinstafi og kvartanir í hvert skifti sem ég reyni að mjaka honum til að skrifa eða reikna. Svo núna ætlar Kristján að skrifa The International School í Moshi og vita hvort við fáum pláss fyrir hann þar, því það gengur ekki að hann leiki sér hér alla daga í smábarnaleikjum orðinn 11 ára gamall. Ég hugsa að hann hefði bara gott af því að fara að heiman undan pilsfaldi móður sinnar, alla vega má reyna þetta. Svo trufla þeir líka fyrir hvor öðrum þegar ég er að reyna að kenna þeim. Þegar ég læt Úlf staf stillir Eysteinn sér upp hjá okkur og hnussar; Huh, veist þetta ekki; en vitlaus, ahaha...o.s.frv., sem auðvitað verkar ekki hvetjandi á Úlf!
Hér rignir enn og rignir (sem betur fer) milli þess sem sólin skín, þá verður svalt hér; ég er búin að ganga í peysu í allan dag, það hellirigndi í alla nótt og fram á morgun og buið að vera "rigningarlegt" í allan dag.
Ætli ég láti þetta ekki duga að sinni. Ég bið kærlega að heilsa öllum heima á Íslandi, ég vona að öllum líði vel, og svo er alltaf kærkomið að fá bréf.
Verið þið blessuð og sæl.
Elsku mamma og pabbi.
Ég ætla að byrja á því að þakka ykkur fyrir jólakortið, bókina og jólagjafirnar til strákanna, en nú er þetta allt komið, pakkinn frá Sviss kom seinast, bókin fyrst, í öfugri tímaröð við það sem þetta hefur verið sent. Pakkinn var tollskoðaður hér í Tabora að Kristjáni aðsjáandi. Það var ágætt, þá veit maður alla vega að engu hefur verið stolið úr honum.
Skutlurnar og módelin gerðu mikla lukku, Eysteinn er búinn að vera upptekinn við að líma módelin saman síðan pakkinn kom og kristján er búinn að búa til nokkrar skutlur fyrir Úlf. Þær fljúga stórkostlega vel.
Af okkur er allt gott að frétta, allt gengur sinn vanagang. Kristján er í dagsferðalagi til Nzega og Urambo, hann kemur aftur í kvöld, þá kveikjum við á nokkrum stjörnuljósum, fyrst þau voru ekki komin fyrir gamlárskvöld.
Strákarnir leika sér að flugmódelum, skutlum og Legói, svo gáfum við þeim rafmagnslest í jólagjöf (úr Justesen pöntunarlistanum), áðan voru þeir í vatnssulli með garðslönguna úti á grasflötinni. Það er ekki hægt að fara í sund þessa dagana því það er verið að skifta um vatn í lauginni, það var orðið grænt af gróðri (eins og í fiskabúri að sumarlagi!).
Ég var áðan að súrsa græna tómata úr garðinum, svo á ég líka fullt af baunbelgjum úr garðinum inni í frysti. Í gær bakaði ég rúgbrauð og heilhveitibrauð, svo það er ýmislegt fyrir mig að gera eins og þið sjáið þótt maður sé með vinnufólk. Við erm búin að segja Mama Pili upp og gott að vera laus við hana, hún kunni ekkert að vinna auk þess sem hún var sísníkjandi. En við ætlum að reyna að fá aðra betri í staðinn, nóg er framboðið af vinnuafli.
Eysteinn er alveg hræðilega latur að læra. Það kostar ógurlega kveinstafi og kvartanir í hvert skifti sem ég reyni að mjaka honum til að skrifa eða reikna. Svo núna ætlar Kristján að skrifa The International School í Moshi og vita hvort við fáum pláss fyrir hann þar, því það gengur ekki að hann leiki sér hér alla daga í smábarnaleikjum orðinn 11 ára gamall. Ég hugsa að hann hefði bara gott af því að fara að heiman undan pilsfaldi móður sinnar, alla vega má reyna þetta. Svo trufla þeir líka fyrir hvor öðrum þegar ég er að reyna að kenna þeim. Þegar ég læt Úlf staf stillir Eysteinn sér upp hjá okkur og hnussar; Huh, veist þetta ekki; en vitlaus, ahaha...o.s.frv., sem auðvitað verkar ekki hvetjandi á Úlf!
Hér rignir enn og rignir (sem betur fer) milli þess sem sólin skín, þá verður svalt hér; ég er búin að ganga í peysu í allan dag, það hellirigndi í alla nótt og fram á morgun og buið að vera "rigningarlegt" í allan dag.
Ætli ég láti þetta ekki duga að sinni. Ég bið kærlega að heilsa öllum heima á Íslandi, ég vona að öllum líði vel, og svo er alltaf kærkomið að fá bréf.
Verið þið blessuð og sæl.
Ykkar dóttir
Greta
Greta
0 Comments:
Post a Comment
<< Home