Moshi 16. Marz
Halló! Þakka þér fyrir bókina. Í gær var afmælið hans Úlla. Við buðum einni fjölskyldu í afmæliskaffi. Nú er pabbi í Danmörku í læknisskoðun, eins og þú áreiðanlega veist, en við vitum ekki hvenær hann kemur aftur. Hann ætlar að kaupa úr handa okkur Úlla svo við getum vitað hvað klukkan er í skólanum. Skólinn er alþjóðlegur og heitir ISM, - International School Moshi. Um daginn sáuum við leikrit þar, 10. bekkur (9. í Gagganum) léku forngríska leikritið Antígóna í nútíma stíl. Bekkjarfélagar leikendanna hlógu og flissuðu og fengu þar með allan salinn til að hlæja, þó að leikritið væri harmleikur.
Bless, Eysteinn
0 Comments:
Post a Comment
<< Home