Bréf frá Tanzaníu

Árin 1983-86 bjó ég í Tanzaníu í Afríku, ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveimur sonum. Fyrir nokkru síðan lét mamma mig fá fullt af bréfum sem ég og eldri strákurinn skrifuðum foreldrum mínum á meðan á dvölinni stóð. Fannst mér mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þau aftur svona löngu seinna. Ég ákvað þess vegna að skrifa þau upp hér á netinu, sjálfri mér og kannski einhverjum fleirum til fróðleiks og skemmtunar.

My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

Ég hef oft verið spurð: "Hvernig var að búa í Afríku?"

Kannski finnið þið eitthvað af svörunum hér. K A R I B U N I ! (Velkomin!)



Moshi 16. Marz

Halló! Þakka þér fyrir bókina. Í gær var afmælið hans Úlla. Við buðum einni fjölskyldu í afmæliskaffi. Nú er pabbi í Danmörku í læknisskoðun, eins og þú áreiðanlega veist, en við vitum ekki hvenær hann kemur aftur. Hann ætlar að kaupa úr handa okkur Úlla svo við getum vitað hvað klukkan er í skólanum. Skólinn er alþjóðlegur og heitir ISM, - International School Moshi. Um daginn sáuum við leikrit þar, 10. bekkur (9. í Gagganum) léku forngríska leikritið Antígóna í nútíma stíl. Bekkjarfélagar leikendanna hlógu og flissuðu og fengu þar með allan salinn til að hlæja, þó að leikritið væri harmleikur.
Bless, Eysteinn

0 Comments:

Post a Comment

<< Home